Hversu lengi er ég að safna milljón?

Í Excel eru fjölmörg fjármálaföll til að reikna sparnað. Í þessari færslu munum við skoða hversu langan tíma það tekur okkur að safna gefinni upphæð með reglulegum sparnaði. NPER fallið finnur fjölda tímabili sem tekur að safna tiltekinni upphæð (framtíðarvirði) miðað við fasta ávöxtun og fastar reglulegar greiðslur.

Önnur föll gera okkur kleift að snúa dæminu við og reikna ávöxtunina (RATE), föstu greiðsluna (PMT) eða upphæð sem safnast (FV) þegar tímalengdin og aðrar stærðir eru þekktar.

Við gerum ráð fyrir 4% ársávöxtun, föstum 20 þúsund krónu greiðslum og markmiðið er að safna einni milljón.

Þar sem við ætlum að gera ráð fyrir mánaðarlegum sparnaði þurfum við að umreikna ársávöxtuní í mánaðarlega vexti.  Við getum við umbreytt ársvöxtum í mánuðarvexti með formúlunni:

Vaxtaformúla

Í Excel lítur vaxtaumbreytingin svona út:

Vaxtaumbreyting

Til einföldunar má einfaldlega deila ársvöxtunum með 12 en þá fáum við ekki alveg rétta mánðarvexti.

Við þurfum að gæta að því að mánaðarlegu greiðslurnar séu færðar inn í fallið sem mínus tala. 

NPER og forsendur fyrir útreikning

NPER fallið

Inn í NPER fallið fer:

  • Rate: vaxtarósenta á greiðslutímabil, sem við höfum umreiknað í mánðarlega vexti.
  • PMT: mánðarlega greiðlan færð inn sem mínus tala
  • PV: Staðan í upphafi. Við byrjum á núlli í þessu dæmi.
  • FV: (Verður ekki að setja inn) Er framtíðarvirðið eða markmiðið sem við viljum ná.
  • Type: (Verður ekki að setja inn) Ef greiðslan er reidd haf hendi í upphafi tímabilsins þá = 1
    Lok tímabilsins = 0

Það tekur rúma 46 mánuði eða tæp 4 ár að safna 1.000.000 kr. með því að leggja 20.000 kr. á mánuði til hliðar.

Loks getum við prófað hvort að útreikningurinn sé réttur og skoðað um leið FV fallið með því að reikna framtíðarvirði 20.000 kr. mánðarlegra greiðslna í 46,24 mánuði með 4% ársávöxtun.

Framtíðarvirði

Í dæminu hér að ofan gefum við okkur að ávöxtunin sé örugg og haldist óbreytt yfir allan tíman, en slíkt er auðvitað aðeins hægt að stóla á í Excel, en í raunheimum getur brugðið til begggja vona með ávöxtun.

Þú getur sótt vinnubók með forsendum og útreikningum hér að neðan til að skoða og æfa þig á.

Kynntu þér Excel námskeiðin Tölvuám.is.

Scroll to Top
Scroll to Top