Friðhelgi

Fótspor

Þessi vefsíða (www.tolvunam.is) notar fótspor til að tryggja sem besta upplifun af síðunni fyrir notendur.

Fótspor eru upplýsingapakkar, sem netvafrar vista að beiðni vefþjóna. Vefþjónninn getur þá notað þessar upplýsingar frá vafranum til frekari vinnslu. Almennt má flokka fótspor í fjóra flokka; nauðsynlegar, frammistöðu- og virkniauðgandi, tölfræðilegar og til markaðssetningar. Kökur geyma oft upplýsingar um stillingar notanda, tölfræði heimsókna, auðkenni innskráðra notanda o.fl. Kökur eru einnig oft nauðsynlegar til að geta boðið upp á ýmsa virkni og koma í veg fyrir árásir tölvuþrjóta. Vafrinn eyðir kökunni þegar líftími hennar rennur út. Hver kaka er bundin við þann vefþjón sem sendi kökuna og aðeins sá vefþjónn fær að sjá kökuna.  Aðrar vefsíður eiga ekki að geta lesið upplýsingarnar sem eru geymdar í fótsporinu.

Ef þú ert ekki ánægð/ur með notkun á einhverjum kökum á vefsíðunni getur þú lokað á þær eða eytt úr vafranum þínum. Gerir þú slíkt getur það hamlað virkni vefsíðunnar.

Með því að samþykkja þessa skilmála um notkun á fótsporum er okkur m.a. veitt heimild til þess að safna og greina upplýsingar eins og t.d.:

  • Fjöldi gesta og fjöldi innlita frá gestum
  • Lengd innlita gesta
  • Hvaða síður innan vefsins eru skoðaðar og hversu oft
  • Tegund skráa sem sóttar eru af vefnum
  • Hvaða stýrikerfi og vafrar eru notuð til að skoða vefinn
  • Hvaða leitarorð af leitarvélum vísa á vefinn
  • Hvaða vefsvæði vísaði notanda á vefinn
  • Hvenær dagsins vefurinn er skoðaður

Þessar upplýsingar eru notaðar til þess afla vitneskju um notkun á vefnum og hvaða efni notendur hafa áhuga á að skoða. Þannig getum við aðlagað vefinn betur að þörfum þeirra.

Hægt er að breyta öryggisstillingum á flestum vöfrum þannig að þeir taki ekki á móti fótsporum. Einnig á að vera hægt að eyða þeim. Nánari upplýsingar um hvernig það er gert má finna á heimasíðum útgefenda flestra vafra.

Vinnsluaðilar sem vefsíðan notar fyrir tölfræðilegar upplýsingar og deilingu á samfélagsmiðlum:

  • Google Analytics – Umferð og tölfræðiupplýsingar  (Privacy Shield vottað). Hægt er að slökkva á þessari virkni með því að smella hér.

Persónuverndarstefna

Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar t.d. vegna fyrirspurna, skráningu í námskeið, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Tölvunám – tölvuskóli ehf. sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Ef notandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Tölvunáms – tölvuskóla í tölvupósti á tolvunam@tolvunam.is

 

Scroll to Top
Scroll to Top