Afrita í Excel með Ctrl+D

Flestir þekkja hvernig hægt er að nota Ctrl+C til að afrita og Ctrl+V til að líma, en það er til önnur leið, að nota aðeins einn flýtilykil, Ctrl+D.

Afrita texta

Til að afrita formúluna velurðu hólfið sem á að afrita og hólfin fyrir neðan sem þú villt líma textann eða formúluna í og notar flýtilykilinn Ctrl+D.

Aðgerðin virkar aðeins til að afrita efsta valda hólfið niður, en ekki til að afrita neðsta hólfið upp.

Ctrl+D notað til að afrita texta

Afritun formúlu gengur alveg eins fyrir sig.

Ctrl+D notað til að afrita formúlu

Myndrit

Til að afrit myndrit velurðu einfaldlega myndritið og notar flýtilykilinn Ctrl+D til að fá afrit af myndritinu.

Ctrl-D notað til að afrita myndrit

Kynntu þér Excel námskeiðin Tölvuám.is.

Scroll to Top
Scroll to Top