lyklaborð

Gögn í Excel valin og skoðuð með flýtilyklum

Flýtilyklar í Excel eru afar gagnlegir þegar unnið er með stór gagnasöfn. Hægt er að nota flýtilykla til að skoða, velja og vinna með gögnin.

Velja staka reiti með Ctrl

Hægt er velja nokkur hólf sem liggja ekki saman með því að halda Ctrl á lyklaborðinu niðri og smella á þau. Eftir að hafa valið hólfin getum við eytt innihaldi hólfanna eða breytt útliti þeirra.

Skoða gögn með Ctrl + örvalyklar (↓→←↑)

Þegar við viljum skoða gagnasafn getum við fært okkur  neðst í gögnin  með því að (1) smella einhversstaðar í gagnasafnið, (2) halda Ctrl niðri (3) og ýta á örvalyklana á til að fara efst eða neðst í gagnsafninu. Ef eyður eru línunni eða dálkinum sem við erum að skoða færumst við að næstu eyðu.

Skoða gögn

Velja gögn með Ctrl + Shift + örvalyklar (↓→←↑)

Til að velja öll gögn getum við með sama hætti haldið Ctrl og Shift niðri og notað örvalyklana

Hægt að velja eina röð eða línu í einu með því að sleppa Ctrl lyklinum en halda Shift niðri og nota örvarnar á lyklaborðinu.

Velja gögn

Fara á upphafsreit með Ctrl + Backspace (⌫)

Til að fara aftur á fyrsta reitinn sem var valinn og halda öllu svæðinu völdu er Ctrl haldið niðri og ýtt á backspace á lyklaborðinu.

Fara á upphafsreit

Kynntu þér Excel námskeiðin Tölvuám.is.

Scroll to Top
Scroll to Top