Um Tölvunám - tölvuskóla ehf.
Kennsluvefurinn Tölvunám.is hefur verið starfræktur frá 2002. Frá upphafi höfum við einbeitt okkur að gefa út vönduð íslensk tölvunámskeið fyrir öll helstu skrifstofuforrit í íslensku atvinnulífi.
Vefnámskeið
- Gagnvirk námskeið á íslensku
- Próf og skírteini
- Aðgengilegt til upprifjunar
- Hvar sem er og hvenær sem er
Fjarnámskeið
- Aðgangur að vefnámskeiði Tölvunám.is
- Verkefni yfirfarin og leiðrétt
- Viðurkenningarskjal
Af hverju tölvunám á netinu?
Vefnámskeið Tölvunám.is eru ítarleg, vönduð og gagnvirk námskeið sem fara alfarið fram á kennsluvefnum Tölvunám.is. Vefurinn nýtist bæði sem sjálfstæð tölvunámskeið og sem uppfletti- og hjálpartæki. Markmið kennsluvefsins er að notendur geti bjargað sér sjálfir og lært á hugbúnaðinn á eigin spýtur.
Í umsjónarkerfi kennsluvefsins getur umsjónarmaður fyrirtækis fylgst með notkun starfsmanna fyrirtækisins. Fram kemur hversu margir kaflar eru sóttir, úr hvaða námskeiði, hvenær og af hverjum. Þar er einnig hægt að nálgast einkunnir úr prófum og lista yfir aðgangsreikninga.
Hagkvæmasti kostur fyrirtækja til að tryggja öllu starfsfólki aðgang að Tölvunám.is er fyrirtækjasamningur sem felur í sér opinn aðgang frá fyrirtækjum (á ip tölu) og auk aðgangsorða. Aðganginn getur fólk notað heiman frá sér og veitir aðgang að prófum. Slíkur samningur getur lækkað verð á starfsmann umtalsvert.
Hægt er að taka próf úr námskeiðunum. Að prófi loknu fær nemandi viðurkenningarskjal til stðafestingar að hafa lokið námskeiðinu.