Skilmálar

NOTKUNARREGLUR OG SKILMÁLAR Á TÖLVUNÁM.IS

Velkomin í vefverslun Tölvunáms – tölvuskóla ehf. kt. 481096-2439.  Hér eftir verður notast við „við“, „okkur“ og „okkar“ þegar átt er við Tölvunám – tölvuskóla ehf.  og “þú”, “þér” og “þínu” þegar átt er við viðskiptavini Tölvunáms – tölvuskóla ehf.

  1. Aðgangsreikningur veitir þér  aðgang að  að tölvunámskeiðum sem keypt eru á vefnum. Þú skalt gæta þess að halda notandanafni og lykilorði þínu leyndu og berð ábyrgð á að óviðkomandi aðilar noti þau ekki.
  2. Þú hefur kynnt sér þær reglur sem gilda um notkun vefsins og staðfestir með því að senda inn pöntun.
  3. Við áskiljum okkur rétt til að rjúfa aðgang að upplýsingum um stundarsakir fyrirvaralaust og án tilkynninga, ef þörf krefur vegna uppfærslu skráa, breytinga kerfis o.þ.h.
  4. Ef þú brýtur ákvæði samning þessa er okkur heimilt einhliða og fyrirvaralaust að rjúfa aðgang notanda að Tölvunám.is.
  5. 3ja mánaða aðgangur að stökum námskeiðum er seldur gegn eingreiðslu.
  6. Aðgangur að öllum námskeiðum vefsins er seldur í áskrift. Áskriftartími er minnst 12 mánuðir. Eftir það er gagnkvæmur uppsagnafrestur á samningi þessum einn mánuður.
  7. Fyrsta greiðslan er á kaupdegi og eftir það er áskrift skuldfærð á mánaðarfresti. Ef ekki er heimild á korti þá reynum við nokkrum sinnum aftur.
  8. Þú greiðir fyrir áskrift samkvæmt gjaldskrá á Tölvunám.is hverju sinni. Ef breytingar eru gerðar á gjaldskrá taka þær ekki gildi fyrr en að 12 mánaða binditíma áskriftar loknum.
  9. Áskriftin heldur áfram þar til þú sendir skriflega uppsögn með tölvupósti á netfangið tolvunam@tolvunam.is eða segir upp áskrift á vefnum á áskriftarsíðu.
  10. DalPay Retail er endursöluaðili okkar og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +354 412 2600
  11. Meðferð persónuupplýsinga hjá okkur hlýtur lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
  12. Þegar þú kaupir þjónustu af okkur þarftu að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar.  Við skuldbindum okkur til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og munum ekki miðla á nokkurn hátt upplýsingum sem skráðar hafa verið í ofangreindum tilgangi til ótengdra aðila.
Scroll to Top
Scroll to Top