Á nýjum vef Tölvunám.is hefur prófum verið bætt við og nú eru próf úr öllum námskeiðum vefsins. Að prófi loknu fær nemandi niðurstöðuna strax og getur farið yfir rétt og röng svör. Hann getur valið hvort að skrá einkunn og að taka prófið aftur.
Prófin hafa tekið miklum breytingum. Hvert próf samanstendur af 10 krossaspurningum og eru þeim fyrst og fremst ætlað að hvetja nemendur til að fara í gegnum námskeiðin.
Hægt er fara fram og aftur í prófinu, sleppa spurningum og merkja til að skoða seinna.
Þegar prófinu er lokið birtist nemanda strax niðurstöðu og meðaleinkunn annarra í prófinu.
Hægt er að fara yfir prófið og sjá hverju var svarað rétt og rangt.
Fyrir hvert próf er stigaborð þar sem nemendur geta, ef þeir vilja, skráð einkunn sína úr prófinu. Á stigaborðinu birtst fimm hæst skráðu einkunnir fyrirtækisins.
Nemendur hafa yfirlit yfir hversu langt þeir eru komnir í öllum námskeiðum og hvaða prófum þeir hafa lokið á síðunni námsframvinnda.
Prófskírteini
Prófskírteinið fá nemendur sent með tölvupósti og geta nálgast á námsframvinndusíðu.