Fyrirtæki

Af hverju Tölvunám.is?

Tölvunám á netinu.

Framleiðni

Með aukinni færni í upplýsingatækni fylgir aukin framleiðni starfsfólks.

Umsjónarkerfi

Í umsjónarkerfinu geturðu meðal annars fylgst með framvindu starfsmanna í námskeiðum, frammistöðu í prófum og sent póst á notendur.

Hvatning

Nemendur eru hvattir áfram með tölvupóstum, stigaborðum í prófum og stigum fyrir að ljúka námskeiðum.

Minni fjarvera

Starfsfólk þarf ekki að sækja vefnámskeið á vinnutíma sem hefur í för með sér minni fjarveru frá vinnu en í hefðbundnum staðnámskeiðum.

Einstaklingsmiðað nám

Nemendur stýra hraða yfirferðar ,velja efnistök,  stað og stund námskeiðanna.

Próf og viðurkenningarskírteini

Próf og viðurkenningarskjöl úr öllum námskeiðum. Einkunn og viðurkenningarskjal eru send notanda um leið og prófi er lokið.

Prufuaðgangur að vefnum

Fáðu aðgang að vefnum í einn mánuð án skuldbindinga, þar sem þú getur kynnt þér námsumhverfið og námskeiðin og lagt mat á hvort að það hennti starfsfólki í þínu fyrirtæki.

Umsjónarkerfi

Umsjónarmenn geta notað síur (ie. filter) til að fylgjast með framvinndu starfsfólks í náminu eftir námskeiðum, einstaklingi eða virkni.

Hægt er að fá listi yfir framvindu einstakra notenda og sjá hversu langt þeir eru komnir í einstaka námskeiðum eða framvindu allra starfsmanna í einstaka námskeiðum.  Einnig er boðið upp á fá enn ítarlegri skýrslur í excel með gögnum um hversu miklum tíma er varið í hverju námskeiði, hvenær notendur byrja á námskeiði, hvenær notendur skráðu sig síðast inn á vefinn og margt fleira.

Hægt er að senda tölvupóst á hóp notenda byggða á síum. Þannig er t.d. hægt að senda póst á þá sem eru ekki byrjaðir eða eru stutt komnir í námskeiðunum og hvetja þá áfram.

Verðskrá fyrirtækja

Fjöldi Aðgangsreikningur á mánuði Aðgangsreikningur á ári Afsláttur af aðgangsreikningi
1-2 2.790 33.480
3-10 2.230 26.760 6.720
11-20 1.780 21.360 12.120
21-40 1.490 17.880 15.600
41-60 1.290 15.480 18.000
61-100 1.150 13.800 19.680

  • Verðskrá miðar við 12 mánaða samning.
  • Hvert aðgangsorð skal aðeins vera notað af einum starfsmanni og gildir í minnst 12 mánuði.
  • Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins taka þátt í kostnaði vegna námskeiðahalds.
  • Hagkvæmasti kostur stærri fyrirtækja til að tryggja öllu starfsfólki aðgang að Tölvunám.is er fyrirtækjasamningur sem felur í sér opinn aðgang frá fyrirtækjum (á ip tölu) auk aðgangsorða. Hafðu samband og fáðu tilboð frá okkur.
Scroll to Top
Scroll to Top