Leiðbeiningar um umsjónarkerfi

Á nýjum kennsluvef Tölvunám.is geta umsjónarmenn fyrirtækja valið um tvö kerfi til að fylgjast með notkun starsamanna.

  1. Umsjónarkerfi með síum, þar þú getu skoðað notkun eftir námskeiði, notendum eða virkni og sent tölvupóst á hóp notenda byggða þessum síum.
  2. Skýrslur

Umsjónarkerfi með síum

Í umsjónarkerfinu hefurðu yfirsýn yfir heildarnotkun allra notanda á öllum námskeiðum vefsins.

Efst upp sjáum við heildarfjölda aðgangsreikninga fyrirtækis og hversu mörg námskeið starfsmennirnir hafa aðgang að.  Hægt er smella á tölunar og opna bakenda vefsins og fá lista yfir alla aðgangsreikninga fyrirtækis og námskeið.

Síur

Þar fyrir neðan geturðu sett inn síur og skoðað framvindu eftir aðgangsreikningum, námskeiðum eða virkni.

Á myndinni hér til hægri hefur verið sett sía á Excel framhaldsnámskeið. Þar sjáum við að helmingur starfsmanna hefur byrjað á námskeiðinu (þrír af sex) og fyrir neðan það sjáum við að af þeim er þriðjungur búinn með minna en 60% af köflunum en hinir tveir þriðju búnir með innan við 20%.

Tölvupóstur eftir virkni

Hægt er að senda tölvupóst á hóp notenda byggða á þessum síum. Þannig er t.d. hægt að senda póst á þá sem eru ekki byrjaðir eða eru stutt komnir í námskeiðunum og hvetja þá áfram.

Skýrslur

Við fáum fáum einnig lista yfir framvindu einstakra notenda í umsjónarkerfinu og sjáum þar hvað þeir eru komnir langt í einstaka námskeiðum. Við stillum í síum hversu marga notendur birtast á síðu.

Þar fyrir neðan er hægt að sækja enn ítarlegri skýrslu í Excel með gögnum um hversu miklum tíma er varið í hverju námskeiði, hvenær notendur byrja á námskeiði, hvenær notendur skráðu sig síðast inn á vefinn og margt fleira.

Scroll to Top
Scroll to Top