Nýjar gagnagerðir í Excel 365

Með nýjustu uppfærslu Excel 365 geturðu sótt gögn um landafræði og hlutabréf með því að slá inn heiti hlutafélags eða landfræðilega staðsetningu, skilgreina gagnagerð og velja þær upplýsingar sem þú villt sækja.

Um er að ræða tengdar gagnagerðir (Linked Data Types) sem geta sótt gögn á netið eftir þörfum. Til að byrja með eru tvær tengdar gagnagerðir, landfræði og hlutabréf, en þeim á örugglega eftir að fjölga og koma til með að breyta  gagnavinnslu í Excel.

Þegar hólf eru skilgreind sem tengd gagnagerð getur Excel flett upp á og sótt viðbótargögn af netinu í Excel-skjalið.  Með þessu móti getur hólfið opnað fyrir miklu meiri upplýsingar en er að finna í innihald hólfsins.

Hér fyrir neðan er sýnt hvernig listi yfir borgir og svæði er breytt í landafræði gagnagerð.

  1. Listinn yfir borgir og svæði er valinn.
  2. Á flipanum er valið Gögn – og undir gagngerðir er Landafræði valið.
  3. Öll gögn sem Excel getur tengt við landfræðilegt svæði fá bókamerki, en þau hólf sem Excel gat ekki flett upp á eru merkt með spurningamerki og gagnavals-ramminn opnast.
  4. Í gagnavals-rammanum getum við skilgreint og flett upp á landsvæði sem við viljum sækja upplýsingar um. Landafræðiupplýsingarnar eru sóttar í enska útgáfu Wikipedia og því þarf oft að gæta þess að rita staðarnöfn á ensku.
  5. Þegar gangatengingin er kominn á getum við bætt við upplýsingadálkum með því að velja listann og smella á gagnatáknið uppi hægra megin hjá völdum hólfum. Þar er hægt að velja þær upplýsingar sem við viljum brirta í dálki hægra megin við listann.
  6. Með því að smella á táknið vinstra megin í hólfinu opnast gluggi með upplýsingum um viðkomandi stað.

Hlutabréf

Áður en Excel sækir upplýsingar um hlutabréf verðum við að byrja að breyta texta með nöfnun á skráðum hlutafélögum í gagnagerðina hlutabréf. Það getur verið þægilegt að búa til töflu úr lista hlutafélagan (Insert – Table) áður en gagnagerð er breytt í hlutafélög og sóttar eru viðbótarupplýsingar í töfluna.

Hægt er að sækja markaðsupplýsingar viðkomandi félaga svo sem, hæsta og lægsta verð sl. 52 vikur, p/e hlutfall og markaðsvirði.

Enn sem komið er sækir Excel ekki gögn í íslensku kauphöllina og því er ekki hægt að fletta upp á fyrirtækjum sem eru eingöngu skráð á Íslandi.

Kynntu þér Excel námskeiðin Tölvuám.is.

Scroll to Top
Scroll to Top