Bylta gögnum í Excel

Með Excel geturðu afritað gögn sem þú ert að vinna í og snúið þeim á hlið.  Þetta getur komið sér vel ef að gögnin eru að teygja sig í fleiri dálka en línur.  Eins og alltaf þegar hólf eru afrituð þarf að gæta þess að engar afstæðra tilvísanir nái út fyrir  hólfin sem afrituð eru (sjá kafla 2.1  um afstæðar tilvísanir í Excel framhald) .

Hér eru gögn frá Hagstofunni um notendur raforku á Íslandi sem hægt er að bylta .

  1. Hólfin valin sem a að bylta
  2. Hólfin afrituð
  3. Finnum hólf sem við viljum afrita gögnin í
  4. Hægri smellum
  5. Veljum Transpose / Bylta

Hægt er að bylta gögnum í Excel og halda tengingu við upprunanlegu gögnin . Það er gert með falli í Excel sem styðst við fylki (þ.e. array function), en fylki í Excel er samfellt rétthyrnd svæði sem geymir gögn. Með þessu móti uppfærast byltu gögnin þegar upprunalegum gögnum er breytt.

Til að bylta gögnum með fylkjaformúlu notum við fallið Transpose.

  1. Fyrst þurfum við að velja allt svæðið sem við bylta gögnum í .
  2. Sláum inn Transpose formúluna sem vísar í allt fylkið sem við viljum sækja og lokum sviga.
  3. Loks þarf að nota Ctrl + Alt + Enter til að loka fallinu og reikna fylkið.
  4. Þegar upprunalegum gögnum er breytt uppfærist byllt fall.

Scroll to Top
Scroll to Top