Af hverju er Vlookup formúlan svona vinsæl?

Vlookup er ein vinsælasta formúlan í Excel. Eftir að hafa náð tökum á Vlookup geturðu nýtt þér fallið við ólíkustu verkefni. Allir þurfa að fletta upp á gögnum, hvort sem það er í vöruskrá, starfsmannalista  eða launatöflu. 

Tvær útgáfur er eru til af Vlookup. Sú vinsælli leitar af nákvæmu samræmi gildisins sem flett er upp á. Hin útgáfan fallsins leitar fallið af nálægustu samsvörun gildisins í töflu sem hefur verið raðað í hækkandi röð. 

Flett upp á nákvæmu samræmi (False)

Í dæminu hér að neðan er flett upp á verði vöru í vöruskrá til að reikna heildarverð pöntunar. Í vöruskránni er leitað af vöruheiti og verð vöru, í dálki fjögur, er sótt.

Fallið er skrifað á eftirfarandi hátt: =VLOOKUP(Uppfletti_gildi;Taflan/svæðið;Númer_dálks;Rök_gildi).

  1. Lookup_value: er uppflettigildið sem leitað er af. Uppflettigildið getur verið tala, tilvísun eða textastrengur
  2. Table_array: er taflan (eða svæðið) sem við leitum í. Fyrsti dálkur töflunnar verður að geyma gildið sem við leitum að (vöruheiti í þessu tilfelli).
  3. Col_index_num: er númer dálks innan töflunnar (Table_array), talið frá vinstri, sem geymir breytuna sem við viljum sækja. Í vöruskránni eru verð í fjórða dálki töflunnar.
  4. Range_lookup: er rökgildið þar sem við tilgreinum hvora útgáfu leitarinnar við viljum nota. Ef við veljum “True” eða “1” dugar að finna nálægustu samsvörun gildisins (sem hefur verið raðað í hækkandi röð).  Í dæminu að ofan er þarf að finna nákvæmt samræmi (þ.e. vöruheitið “heflari”) og þá þarf að slá inn “False” eða “0”.

Þegar flett upp á nákvæmu samræmi þarf að gæta þess að hafa í huga að ef gildi sem leitað er af er tvítekið í töflunni sem leitað er í sækir Vlooup upplýsingar sem er að finna í línu fyrsta samræmis. Ef að heflar er tvítekinn í verðskránni og skráður með ólík verð sækir Excel fyrra (þ.e. sem er ofar í listanum) skráða verðið.

Flett upp á nálægustu samsvörun (True)

Þegar fletta er upp á að nálægustu samsvörun, t.d. til að finna afsláttaprósentu eftir innkaupaupphæð eða einkunn eftir prófniðurstöðu, eins og gert er í dæminu hér að neðan, er rökgildið “TRUE” notað. Fyrsti dálkurinn í töflunni sem leitað er í að þarf að vera raðaður í hækkandi röð, annars kemur villumeldingin “#N/A” (sem stendur fyrir Not Available eða Gildi ekki tiltækt).

Þegar flett er upp á nálægustu samsvörun leitar fallið að hæstu tölu sem er lægri en uppflettigildið. Í dæminu hér að ofan skila prófniðurstöður jafnt og hærri en 73%, en lægri 79%, einkunninni C.

Vlookup formúlan er nokkuð einföld formúla en getur verið afar nytsamleg í margþætt verkefni.

Kynntu þér Excel námskeiðin Tölvuám.is.

Scroll to Top
Scroll to Top