Innskráning
 
 
 
Panta Námskeið

Tölvunám á netinu:

  • Vönduð námskeið í Excel, Word, Outlook, PowerPoint og fleiri forritum
  • Hagkvæm leið að aukinni tölvufærni
  • Mánaðaráskrift að fjórum námskeiðum fyrir 1870 kr. á mánuði með 12 mánaða binditíma.
Panta Námskeið

Tölvunám.is styður við markmið í námi með:

  • Hjálp í rauntíma. Á hefðbundnum námskeiðum þurfa þátttakendur að skipuleggja dagana í kringum stundatöflu námskeiðsins. Auk þess að stunda vefnámið á þeim tíma sem best hentar geta nemendur sótt sér aðstoð í rauntíma við dagleg störf.
  • Þekking sem situr eftir. Með blöndu af ítarlegum leiðbeiningum, margmiðlun og gagnvirkni verður upplifun á námsefninu jákvæð og skilar árangri.
  • Frelsi til að mistakast. Hluti af öllu námi er að gera mistök. Fæstir vilja gera mistök í kennslustofu fullri af fólki. Á vefnámskeiðum óttast nemandinn ekki að verða uppvís að mistökum og prófar frekar að takast á við ný verkefni.
  • Einstaklingsmiðuðu námi. Flestir vilja hafa val um hvað þeir gera og nemendur vilja hafa um það að segja hvað þeir læra. Í vefnámi hafa nemendur meira stjórn á efnistökum, hraða yfirferðar, stað og stund en í hefðbundnu námi.

Smelltu hér til að skrá þig

Staðnám: Námskeið í kennslustofu
  • Stutt og hnitmiðuð námskeið þar sem sameinaðir eru kostir vefnáms og staðnám með kennara
  • Mest átta nemendur á hverju námskeiði
  • Vefnámskeið fylgir með. Þú getur haldið námi áfram á kennsluvef og rifjað upp
Athugaðu rétt þinn. Mörg stéttarfélög og starfsmenntasjóðir atvinnulífsins taka þátt í kostnaði vegna námskeiða