Innskráning
 
 
 
Panta Námskeið

Kennsluvefurinn Tölvunám.is

Vefnámskeið Tölvunáms eru ítarleg, vönduð og gagnvirk námskeið sem fara alfarið fram á kennsluvefnum Tölvunám.is. Vefurinn nýtist bæði sem sjálfstæð tölvunámskeið og sem uppfletti- og hjálpartæki. Markmið kennsluvefsins er að notendur geti bjargað sér sjálfir og lært á hugbúnaðinn á eigin spýtur.

Rannsóknir um tölvunám hafa sýnt að nemendur halda um 90% af þeirri þekkingu sem þeir læra í tölvulíkönum, en aðeins um 50% þekkingar sem þeir læra í hefðbundnu nám. Nemandinn stýrir hraða yfirferðar námskeiðsins sjálfur og því engin hætta á að námsefnið fari inn um annað eyrað og út um hitt þegar slaknar á einbeitingunni.

Hægt er að skoða efnisyfirlit og valda kafla úr námskeiðunum með því að smell á tenglana hér til hliðar.

Úr flestum nýju vefnámskeiðunum eru próf á vefnum. Nemandi fær einkunn að loknu prófi sem hann velur hvort hann skráir í gagnagrunn. Nemandi getur endurtekið prófin eins og oft og hann vill og þrjár síðustu einkunnir eru sýnilegar.

Í umsjónarkerfi kennsluvefsins getur umsjónarmaður fyrirtækis fylgst með notkun starfsmanna fyrirtækisins. Fram kemur hversu margir kaflar eru sóttir, úr hvaða námskeiði, hvenær og af hverjum. Þar er einnig hægt að nálgast einkunnir úr prófum og lista yfir aðgangsreikninga.

Verð fyrir starfsmann/notanda
Fjöldi starfsmanna Verð á mánuði
1-2 2.992
3-10 1.750
11-20 1.400
21-40 1.150
41-60 950
61-100 800
101-199 650
200+ 500
Verðdæmi
Fjöldi starfsmanna Heildarverð á mánuði
1 2.992
7 12.250
15 21.000
25 28.750
45 42.750
61 48.800
105 68.250
205 102.500

Hagkvæmasti kostur fyrirtækja til að tryggja öllu starfsfólki aðgang að Tölvunám.is er fyrirtækjasamningur sem felur í sér opinn aðgang frá fyrirtækjum (á ip tölu) og auk aðgangsorða. Aðganginn getur fólk notað heiman frá sér og veitir aðgang að prófum. Slíkur samningur getur lækkað verð á starfsmann umtalsvert.

Staðnám: Námskeið í kennslustofu

  1. Námskeið í fartölvuveri sem sett er upp hjá viðskiptavini
  2. Námskeið í tölvuveri viðskiptavinar
  3. Námskeið í tölvuveri Tölvunáms í Síðumúla
Námsefni og uppbygging námskeiðanna getur verið ákveðin í samráði við þarfir viðskiptavina.

Blandað nám: Stutt, hnitmiðuð námskeið þar sem sameinaðir eru kostir vefnáms og hefðbundinnar kennslu með kennara.
Af hverju blandað nám ?
  • Tíma- og peningahagræði
  • Færri kennslustundir og minni fjarvera frá vinnu og eða fjölskyldu
  • Engin akstur til og frá námstað
  • Nemendur halda námi áfram á kennsluvef að kennslustofunámskeiði loknu og geta þar rifjað upp og bætt við sig
  • Rannsóknir um tölvunám hafa sýnt að nemendur halda um 90% af þeirri þekkingu sem þeir læra í tölvulíkönum, en aðeins um 50% þekkingar sem þeir læra í hefðbundnu námi
Við bendum á að starfsmenntasjóða atvinnulífsins taka þátt í kostnaði vegna námskeiðahalds